13.4.2010 | 14:25
Sukk sukk
Mér finnst óhuggulegt að samningarnir sem verið er að reyna að gera um Icesawe, skuli vera einkaskuldir bankastjóra Landsbankans. Þeir stofnuðu til þessara viðskipta án trygginga. Gátu ekki losnað við ábyrgðina til breta, þó þeir sæktust eftir að setja Icesawe í dótturfélag þar, einmitt vegna lélegra trygginga.
Og bitu svo i af skömminni og bættu við öðru álíka skrímsli í Holllandi.
Þetta er óskiljanleg hvað, heimska?, glæpamennska? ég veit ekki, en held hvoru tveggja.
En þeir voru þó það klárir að þeir vissu að á Íslandi var enginn að gera neitt, stjórnvöld alls ekki.
Útlánasafnið á bakvið Icesave var lélegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.3.2010 | 15:25
Skuldir
Auðvitað á sá sem skuldar að borga. Og í Icesave er það ekki íslenska þjóðin sem skuldar heldur eigendur og stjórnendur Landsbankans.
En svo skrítið sem það er er enginn að leita í þeirra eignum að fjármunum inná Icesave skuldina.
Það er ekki skrítið þó að kraumi og ólgi í fólki. Daglegar fréttir berast af miljarðaskuldurum sem fá sitt afskrifað jafnvel þó um beinan og óbeinan þjófnað sé að ræða. En almenningur er á heljarþröminni með sitt.
Þeir sem skulda undir 100 milljónum fara til fjandans en þeir sem skulda milljarða halda áfram í Paradís allsnægtanna.
HVAR OG HVERT ER RÉTTLÆTIÐ????????????????????????
Boða uppboð á Fríkirkjuvegi 11 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.2.2010 | 15:18
Rétt Steingrímur
Ömurlegast er að íslenska þjóðin er í upplausn bæði hérlendis og erlendis vegna þess að nokkrir menn í Landsbankanum stofnuðu Icesave reikninga. Hirtu þar inn verulegar upphæðir sem síðan hurfu þeir eru ekki rukkaðir og tæplega spurðir, en heiðarleiki íslendinga á að verða til þess að þjóðin borgar. Ekki skrýtið að séu skiptar skoðanir um þessa ábyrgð.
Húrra fyrir Steingrími að skamma menn sem málið er skylt fyrir umræðurnar. Þetta gerðist jú allt á meðan sjálfstæðismenn voru í öndvegi nánast allstaðar og í besta falli sváfu þeir á verðinum eða í versta falli voru þátttakendur í sukkinu og svallinu.
Ég er sammála þeim sem finnst stór spurning hvort Svavar Gestson hafi verið rétti maðurinn í samningunum. Sérfræðingar í svona stórum og alvarlegum samningum hlutu að vera besti kosturinn, og trúlega erlendir. Gef mér nú samt að hann hafi nú farið með ákveðið umboð og uppskrift að góðum samningi frá sérfróðum.
Og á meðan rannsóknarskýrslan stóra sem beðið er eftir upplýsir ekki um stóra glæpi þessu máli tengdu, finnst mér að hefði strax átt að setja málið í erlendan dóm.
Allavega skil ég ekki hvað fær fólk til þess að reyna að taka til í þessum rústum, en sem betur fer er til slíkt fólk.
Sakaði þingmenn um mannaveiðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2010 | 13:49
Sukkið og svínaríið
Hjá venjulegum félögum í þessu landi er gerð krafa um það að til séu fylgiskjöl amk. í 7 eða jafnvel 8 ár sem hægt er að sækja og fletta upp þegar eftir er leitað. Þar kemur fram hvað orðið hefur um fjármuni félaganna.
En þessi sukkfélög glæframanna virðast engar eða litlar skyldur hafa um þvílíka gagnavörslu, allavega ekki, ef þeirra upplýsingamiðlun byggist á því að þeirra fyrrverandi starfsfólk sé til svara.
Og það sem verst er að við þetta una þeir sem eru hér í rannsóknar og stjórnvalda stöðum. Þetta er að mínu mati ógeðslegt.
Óvíst hvert milljarða lán fóru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.12.2009 | 14:17
Bjarki
Ekki veit ég hvað Bjarki sagði á fundinum eða hefur sagt undanfarið.
En hitt veit ég og er viss um að fleiri eru sammála, og það er að verkalýðsforustan er ekki uppteknust vegna félagsmanna sinna. Það sést best á því sem þeir láta bjóða félagsmönnum sínum af stjórnvöldum já og atvinnurekendum. Ég er nokkuð viss um að þeirra tími fer oft í að viðhalda sjálfum sér, sinni stöðu og kjörum, sem ekkert eru í líkingu við það sem þeir sættast á fyrir "sitt fólk"
Ég er ansi hrædd um að ef könnun yrði gerð á trausti fólks á Verkalýðsforustuna fengi hún ekki háa einkunn.
Lýsa yfir vantrausti á varaformann VR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.12.2009 | 09:37
Sendiráðsbústaðir.
Loksins seldu þeir sendiráðsbústað ótrúlegt hvað það hefur verið erfitt fyrir þá.
Svo er að selja þá helst alla sem eftir eru og leigja eins ódýrt og hægt er fyrir sendiherrana og fækka þeim líka eins og mögulegt er.
Næst er svo að selja ráðherrabílana og gera leigusamning við leigubílastöð um þjónustu, þegar þeir eru í ráðherraerindum, annars nota þeir sína bíla eins og aðrir launþegar í þessu landi, og keyra sjálfir.
Sendiherrabústaður seldur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2009 | 11:29
Hótanir?
Ég er sammála Þorgerði Katrínu með það að það hafa verið uppi hótanir ljóst og leynt frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og ESB. Við skyldum leysa ICEsave áður en nokkuð yrði á okkur hlustað.
Ég skil ekki að Jóhanna segi annað nú, og alls ekki vegna þess að hún hefur sjálf sagt að það yrði að ganga frá Icesave ef við ætluðum að halda áfram að lifa. Þetta er mjög skrítið.
Hvað Þorgerði Katrínu varðar þá skil ég hana ekki heldur, hún er búin að láta eins og allur hennar flokkur, þannig að hún skilji ekkert hvaða vanda væri verið að fást við. Og að það hafi eitthvað með þau að gera, allra síst.
Þau bera á þessu þvílíka ábyrgð að þau ættu að hafa smekk fyrir að þegja.
Hótanir ekki frá ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.11.2009 | 15:47
Bótasvik.
Síst af öllu finnst mér gott að fólk skuli misnota bótakerfi Tryggingastofnunar, en á hinn bóginn get ég skilið hvernig það gerist.
Ég held að ástæðurnar geti verið tvær, þ.e. neyð og svo hrein svika og siðleysishugsun. Með tilliti til þess að frá í oktober 2008 hefur verið flett ofan af hverju hneykslinu og siðleysinu á eftir öðru sem tengist áhrifamönnum í þessu þjóðfélagi. Það er ekki skrýtið að almenningur sem á aðgang að bótum ruglist í ríminu með hvað er siðlegt og hvað ekki. Allavega er óþverrinn sem upp kemur úr hærri stigum okkar samfélags miklum mun meiri en nokkurn hefði getað grunað.
Nú veit ég ekki hvort þessi bótasvik hafa aukist, en finnst trúlegt að svo sé einmitt af fyrrgreindum ástæðum.
Maður spyr hverjir eru mestu svikararnir? Þar finnst mér ýmsir koma til greina.
Bótasvik eru mikið vandamál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2009 | 12:42
Ekki ég, þú.
Venjulegu fólki verður bara óglatt af því einmitt að fylgjast með öllu þessu óábyrga fólki sem er að sýsla með Ísland og íslenska hagsmuni.
Og svo þetta endalausa óskiljanlega siðleysi að bera af sér allar sakir og benda á einhverja aðra.
Þó menn viti að upp kemst.
Manni líður alltaf best ef tekst að gleyma ástandinu, sukkinu, svínaríinu, lyginni og glæpamennskunni.
Hver bendir á annan í Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2009 | 15:33
afsakanir niðurskurður
Gott er að Jóhanna biðst afsökunar á sukkinu og svallinu. Finnst reyndar að aðrir sem málið er skyldara ættu að gera það líka. En það stendur á þeim því miður og menn eru að benda hver á annan i því.
Mér finnst alveg voðalegt að heyra að Jóhanna og hennar fólk skuli lækka greiðslur til lífeyrisþeganna. Miðað við yfirlýsta stefnu þeirra um þá sem minnst hafa. Lágt er hægt að leggjast í skattheimtunni. Mér finnst ástæða til að biðjast afsökunar á því. Og þó það kemur engin afsökunarbeiðni til greina. Þetta er bara út í hött.
Mér finnst að hljóti að vera hægt að taka af háu herrunum, hverjir svo sem þeir eru.
Biður þjóðina afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
álit
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar