skuldafenið

Það sem ráðamenn virðast ALLS EKKI skilja er að þeir sem eru atvinnulausir eða hafa misst stóran hluta af sínum ráðstöfunartekjum GETA EKKI BORGAÐ neitt.  Þeir hafa bara fyrir nauðþurftum á bótunum.  Engar afborganir, ekkert.  Ég tala nú ekki um fjölskyldur með börn og unglinga.

Fólk var neytt til að taka OKURLÁN þegar það keypti sér húsnæði, annað var ekki í boði.  Allt að 90-100% lán.  Og bankanum tókst  að reikna út að fólk réði við þetta.  Þeir töluðu ekkert um að vísitala lánsins keyrði lánsupphæðina upp fyrir húsnæðisverðið á stuttum tíma.  Ég bara held að það hafi ekki mátt tala um það. 

Hvernig sem á þetta er litið er ástandið hjá allt of mörgu ungu venjulegu fólki hrikalegt.  Það keypti sér húsnæði, sem það vantaði, missti vinnuna, húsnæðisverð féll og húsnæði varð illseljanlegt þó það vildi reyna að losa sig úr snörunni. 

Hverjum er um að kenna?   Ekki mér segja allir sem að þessu komu.


mbl.is Kikna undan skuldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankaleynd

Það var svo sem auðvitað!!!!!    Eins og hefur komið í ljós meira og minna á hverjum degi,  þá hafa stjórnendur og eigendur bankanna lánað sér og sínum einkafélögum og vinum,  mest af peningum bankanna.  Og um þetta má svo ekki fjalla til að verja þessar glæpsamlegu ráðstafanir á eignum annara. 

Það VERÐUR að aflétta allri leynd á þessum óþverra, og lögin verða að sjá um að þeir sem um þetta fjalla séu ekki í hættu við að upplýsa mál.

Það bara verður að koma í ljós hvað varð um alla þessa töpuðu fjármuni, og setja svo þá í fangelsi sem til þess hafa unnið.

Húrra fyrir Agnesi og Þorbirni og öðrum sem þora.


mbl.is Brutu þau bankaleynd?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eva Joly

Ég ætla rétt að vona að þessi sérstaklega hressilega og gáfulega kona nái fram því sem þarf í rannsókninni á glæpamálunum í bönkunum.

Og að við fáum ekki bara skatta af því sem er falið erlendis heldur jafnvel vænar upphæðir sem fluttar voru út sem lán á "góða menn" án allra veða og trygginga.

Allavega trúir almenningur í þessu landi öllu því versta uppá þessa menn og tími til kominn að eitthvað rofi til í þessu ógeðfellda sukki og svínaríi.

 


mbl.is Gagnrýnir fámenna rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seinka

Miðað við hversu mikils virði gögnin hljóta að vera vegna rannsóknarinnar.  Þá hlýtur að vera málið að fá frest á skilum á skýrslunni til Alþingis.

Og í ljósi þess að mál hlaðast upp þar óafgreidd vegna einhvers þó ekki sé nema vegna karps þingmanna.  Þá þarf ekki að búast við verkefnaskorti þar þó einhver dráttur verði á skilum nefndarinnar. 

En auðvitað verða allir að gera sitt besta með að hraða málum eins og kostur er, nóg er nú samt.

 


mbl.is Óvíst að gögn að utan nýtist nefndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

veðlausu útlánin.

Það sem blasir við öllum er sem auðvitað var vitað fyrir.  Að fjöldi manna hefur borið stórfé út úr bönkunum án þess að leggja fram dugandi veð fyrir lánunum.  Það er svo eins og alltaf að almenningur sem fylgir lögunum fær svo skellinn því hann lagði fram eignir sínar að veði og missir í vesta falli allt sitt.

Það sjá auðvitað allir að þetta er glæpur sem vonandi verður upplýstur.  Það bara verður.


mbl.is Gæti talist mútuþægni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættið þessu fj... karpi

Mér finnst tími til kominn að þingmenn hvort sem þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu, snúi sér að því að fara að vinna af ábyrgð.

Tíminn er naumur og ef marka má það sem fráfarandi stjórn segir þá voru þeir með áætlun um sömu mál.

Þannig að greyin hættið nú að haga ykkur eins og óþekkir krakkar og sameinist um verk, en ekki verkstjórn.


mbl.is Gagnrýna forsetaskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óöryggi forkólfanna.

Það skyldi þó ekki vera að stjórnarmenn bankanna og aðaleigendur þeirra sjái að það er svo glæpsamlegt sem gert hefur verið í bönkunum.  Að þrátt fyrir bankaleynd og jafnvel skort á lagaheimildum.  Séu þeir á hálum ís?

 


mbl.is Fleiri bankamenn skráðu eignir á ættingja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er út í hött

Þó margir í þessu Þjóðfélagi viti ekki sitt rjúkandi ráð vegna eigin stöðu og alls þjóðfélagins, þá er eitt víst.

Við erum ekki í stríði við lögregluna þeir eru í sömu stöðu og við og líða fyrir stjórnleysi síðustu ára.  Og mótmælendur mega alls ekki ráðast á hana.  Ráðist að þeim sem ábyrgðina bera.  Við vitum hverjir það eru og það er ekki lögreglan.


mbl.is Nafnbirtingin grafalvarlegt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

kannski ekki lögbrot

Það er eitt af því slæma við sukkið og delluna hjá stjórnendum bankanna.  Þeir eru svo góðir í lögunum.  Þeir vita nefnilega ansi vel  hvað stenst lög, og það sýnir sig aftur og aftur að lögin eru í besta falli æði skrýtin og oft mjög óeðlileg.   Siðferði er svo eitthvað allt annað og sýnist okkur almenningi í þessu landi að það hafi ekki verið í hávegum haft hjá stjórnendum  bankanna.

 


mbl.is Sigurður segir engin lög hafa verið brotin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blóð

Það er kominn tími til að fleirum blæði en almenningi í þessu landi.  Og ekki skrítið að fólk sækist eftir því.
mbl.is Tryggvi: Kem ekki nálægt Baugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

álit

Höfundur

Sólveig Adamsdóttir
Sólveig Adamsdóttir
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband