Færsluflokkur: Bloggar

Hummer og fl.

Æi greyin Bónusfeðgar að hafa verið svona óheppnir með Hummerinn sinn.ErrmCrying

En gott fyrir þá að hafa haft yfir 100 aðra bíla til afnota.  Ég veit að allt venjulegt launafólk á að borga fullan skatt af þeim hlunnindum sem bílinn er metin á. Bíltegundin er tekin á nýjasta verði og svo eru afskriftir eftir aldri bílsins  2009-11 28%, 2006-2008 21%, 2005 og fyrr 18%, og taka skal fram að það á að reikna á alla þá bíla sem viðkomandi er með á sínum vegum, ekki bara einn.

Leikum okkur: 1 bíll 10mill. nýr sem er ekki ofáætlað fyrir fína menn, þá eru trúlega rúmlega 230 þús. mánaðarleg hlunnindi sem þeir eiga að greiða af tekjuskatt, sem er yfir 90 þúsund.  Ekki skrítið að mönnum hafi fundist það ansi mikið af því það voru skattar og fundist kostur að sleppa við það.  Ég held að þetta sé ekki ofreiknað hjá mér.  Ég veit allavega 100% að ég hefði ekki efni á að hafa svona hlunnindi því launin dygðu ekki fyrir þeim.

Mér finnst stundum að maður hljóti að vera staddur í grínmynd þar sem efnið er samt dauðans alvara.  Þvílík er endaleysan sem borin er á borð fyrir fólk.


mbl.is Hummerinn var brotajárn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópureglur úbbs.

Fjandinn hirði þessar Evrópureglur, hvort heldur það er um ljósaperur eða það sem mér skilst að komi þaðan, sem er ný reglugerð um að komi ómarkað fé af fjalli þá skuli það skotið og urðað sem næst réttinni.  Neysla þessa er ekki til í dæminu því það þarf að vera hægt að rekja uppruna matvæla.

Hér áður fyrr fóru ómerkingar sem ekki tókst að finna rétta eigengur af jafnvel sem tekjur í sveitarsjóðinn og taldist þar búbót, en nú, nei þetta fer í urðun.

Hvað finnst fólki um svona háttalag,  Mér finnst þetta hin fullkomna endaleysa.


mbl.is Kostnaðarsöm ljósaperuskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nautaats slys

Mér finnst þetta "næstum" mátulegt á þetta fólk, og er þar með að segja auga fyrir auga.

Að kvelja nautin með þessum hætti til dauða er viðbjóðslegt og ég skil ekki í því að það skuli engin dýraverndarsamtök í heiminum tekið þetta á sína arma og bannað.


Bensíverðið

Mér fannst hálf ömurlegt að hlusta á Steingrím tala um að við værum með lágt bensínverð miðað við nágrannaþjóðir og að Norðmenn væru með 300, allir vita um launakjörinn í Noregi miðað við hér.

Ömurlegast finnst mér þó að hann skuli ekki bara segja eins og er að þetta sé hrikalegt verð og fyrir mjög stóran hóp þjóðarinnar ókleift, og að hann hafi áhyggjur af því að fólk ferðist ekki um landið í sumar vegna þessa og ferðaþjónustan verði af verulegum tekjum sem skili honum mun lægri upphæðum í virðisauka osfrv.  nei ekkert í þessa veru bara að afsaka þetta eins og annað sem gert er eða ekki gert.  Ég veit að hann er í vanda eins og mjög margir eru hvort sem þeir eru að afla tekna eða greiða út peninga.  En þá er bara segja bara eins og er,  HRIKALEGT VERÐ, HRIKALEGT ÁSTAND og hana nú.


mbl.is „Skatthlutfall með því lægsta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

óahugaðar udirskriftir!!!!

Enn og aftur kemur í ljós að fólk í ábyrgðarstöðum skrifar undir pappíra án þess að lesa þá.

Jóhanna undirritar fundargerð án þess að veita því athygli að rætt er um 1,4 milljarð. 

Sumir virðast skrifa undir hvað sem er, HVERNIG SEM Á ÞVÍ STENDUR???

Mér finnst þetta óhuggulegt ábyrgðarleysi.


mbl.is Lánið hærra en um var rætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æi Þórunn

Þarna finnst mér Þórunni mistakast að láta heyrast athugasemd á þessa leið, þetta er eins og litlu krakkarnir segja þegar einhver vill ekki vera með þeim.

Í staðinn fyrir að meta Ásmund eins og Ögmundur gerir þrátt fyrir að hann vilji ekki vera memm.

Ég er viss um að henni hefur þótt hann góður á meðan hann var með í liðinu, jafnvel þó hann hafi tilheyrt köttunum frægu sem Jóhannu fannst erfitt að smala.


Gott hjá Jóni

Húrra Jón Gnarr

Þetta er flott samlíking og sönn, og það eru örugglega allir til í að halda áfram.

Ég held samt að það verði að koma peningar frá þessum þjófum til fólksins í landinu því þeir stálu þessu frá því, ekki áttu þeir neitt sjálfir.  Síðan er að koma þeim úr landi til framtíðar.

Ég er svo sem ekkert reiðari við þá en stjórnvöld og ráðamenn að koma ekki lögum og böndum yfir þessa menn, þeir eru snjallir glæpamenn sem kunna vel á íslensk lög og vita að þau eru HRIPLEK svo vægt sé til orða tekið og siðsemi halda þeir að sé eitthvað ofan á brauð.

Allt fólkið í landinu sem er eigna- og atvinnulaust að stórum hluta vegna þessara aðila, bara verður að sjá þá gjalda fyrir sitt, fyrr nær það ekki góðri heilsu,  því miður.


mbl.is Líkti þjóðinni við fjölskyldu alkóhólista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

álit

Höfundur

Sólveig Adamsdóttir
Sólveig Adamsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband