Skuldir

Auðvitað á sá sem skuldar að borga.  Og í Icesave er það ekki íslenska þjóðin sem skuldar heldur eigendur og stjórnendur Landsbankans.

En svo skrítið sem það er er enginn að leita í þeirra eignum að fjármunum inná Icesave skuldina.

Það er ekki skrítið þó að kraumi og ólgi í fólki.  Daglegar fréttir berast af miljarðaskuldurum sem fá sitt afskrifað jafnvel þó um beinan og óbeinan þjófnað sé að ræða.  En almenningur er á heljarþröminni með sitt.

Þeir sem skulda undir 100 milljónum fara til fjandans en þeir sem skulda milljarða halda áfram í Paradís allsnægtanna.

HVAR OG HVERT ER RÉTTLÆTIÐ????????????????????????


mbl.is Boða uppboð á Fríkirkjuvegi 11
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Réttlætið er alla vegana ekki á skrifborðum Steingríms Joð Stalíns eða Jóhönnu (eitt sinn heilögu en nú fallinn engill) því þau lofuðu að verja heimilin í landinu fyrir kosningar. Eftir kosningar hafa þau hins vegar lagt allt undir til að gjöreyða heimilunum í landinu en hlaða undir rassgatið á bönkum, fjármálafyrirtækjum og fjárglæpalýðnum.

corvus corax, 5.3.2010 kl. 16:43

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Fyrr eða síðar HLÝTUR að koma að því að persónulegar eigur þeirra sem áttu þátt í bankahruninu, verði kyrrsettar. Fríkirkjuvegur er sögufrægt hús. Það þyrfti að komast aftur í opinbera eigu enda hefur einkaframtakið heldur betur klikkað.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 5.3.2010 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

álit

Höfundur

Sólveig Adamsdóttir
Sólveig Adamsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband