7.6.2009 | 00:34
Samingar
Að skrifað sé undir svona nauðasamninga af fólki sem ég hélt að væri með fullu viti, og kaus VG, er mér illskiljanlegt.
Ekki það að ég mæli því bót að hlaupið sé frá ábyrgðum.
En mér finnst 100% að hefði átt að láta að reyna á okkar ábyrgð fyrir dómstólum, áður er skuldaklafinn var samþykktur. Nóg er nú samt.
Ég held að geti stefnt í aðra og harðari byltingu en búsáhaldabyltinguna títtnefndu. Þolþani fólks eru takmörk sett. Og frá því að Matadorleik auðmannanna lauk, með tilheyrandi vandræðum fyrir "fólkið í landinu" eins og sagt er í sambandi við það hverjum eigi að bjarga úr þeirri nauð, sem þá skapaðist. Þá hafa fáar góðar fréttir borist. Þrátt fyrir stöðugar áætlanir um það. Og ALMENNINGUR sekkur dýpra og dýpra í það fen sem tiltölulega fáir útbjuggu.
Þeir sem fenið fylltu hafa allt sitt á hreinu. Því fyrir utan það að hafa komið sínum krónum fyrir á RÉTTUM stöðum. Þá kannski töpuðu þeir 50 milljörðum af hundrað, en þeir eiga samt fimmtíu eftir og þó ekki væri nema einn.
Þeir sem hangið hafa í horriminni alla tíð og rétt skimt bera skaðann eins og ALLTAF.
Þó ég sitji ekki á horriminni þá veit ég af fjölda fólks sem þar er með börn og unglinga og vita ekki sitt rjúkandi ráð.
Erfitt að skrifa undir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
álit
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.