Færsluflokkur: Bloggar

Icesave

Ég er ennþá þeirrar skoðunar að eigi að dæma í þessu máli af hlutlausum aðilum.  Og skil alls ekki því var ekki látið á það reyna strax. 

Og ef niðurstaðan er sú að við eigum að bera ábyrgð á þessum fjármála sukkurum með einhverjum hætti, þá gerum við það en fyrr ekki.


mbl.is Stendur og fellur með VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankar-Icesave-Eva Joly

Að halda því fram að föllnu bankarnir hafi verið njörvaðir í net opinbers eftirlits er með öllum ólíkindum.  Eftirlit allra sem áttu að líta eftir var nánast ekkert.  Og strax við hrun fóru allir að benda á þann næsta.  Og voru alveg gáttaðir á hvernig komið var.

Það sem upp úr stendur er að þarna átti sér stað hrikaleg svikamylla eigenda og stjórnenda bankanna fyrir sig og sína.  Eftirlitið var eins og flest allir sjá nánast ekkert og því fór sem fór.  Verst er að þessir aðilar voru svo kunnugir lögunum, sem eru vægt sagt götótt, að þeir eru ekki í fangelsi.

Allir vita um eymdina á íslensku krónunni, en að hún ein beri ábyrgðina á þessum hamförum stenst ekki.

Hver sem getur haft þau áhrif sem þarf til að stórminnka okkar ábyrgð á Icesave er ekki alveg ónýtur fyrir okkar þjóðfélag í dag.


mbl.is Joly tókst það sem öðrum tekst ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave

Ég er þeirrar skoðunar að við borgum þetta ekki ótilneydd, bara ekki.  Er ég þó skilamanneskja með mínar skuldir.  En mér finnst þetta séu GLÆPASKULDIR.

Og ef að ríkið getur greitt þetta með lítilsháttar hækkun virðisauka, þá ætti ríkið að geta gert eitthvað þarfara með þá hækkun, því víða stendur upp á ríkið með fjárframlög.

Ég sé reyndar ekki að sé hægt að bæta virðisaukahækkun á heimilin, það átti að leggja áherslu á að bjarga heimilunum af nýrri ríkisstjórn.  En eitthvað er samt bogið í því.  Allt já bókstaflega allt hækkar.  Mjög skrítið með mörgu öðru er að fasteignagjöld hafa stórhækkað um leið og fasteignaverð hefur stórlækkað.  Þetta er svo öfugsnúið og hörmulegt fyrir fólk að skilja.

Maður ætti reyndar ekki að vera að æsa sig yfir þessu, því raunin er að við virðumst vera í skrípalandi, með skrípafólk í stjórn og stjórnarandstöðu.  Sjálfstæðismenn sem eiga trúlega alla þessa glæpamenn sem keyrðu allt í kaf í sínum flokki,  STEINSVÁVU meðan þeir athöfnuðu sig í eigin þágu.  Þeir standa titrandi af geðshræringu í ræðustól Alþingis yfir því hvernig komið er alveg steinhissa á að þessu skuli ekki öllu kippt í liðinn strax.

Ég segi, greyin stjórn og stjórnarandstaða,  reynið að vinna eins og menn, en karpa ekki eins og börn að því að finna leiðir, sem einhverju skila.

 


mbl.is Ríkið ræður við Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tækifæri?

Getur ekki almenningur sem á bíl, kannski á bílalánum, atvinnu og auralaus leigt bílinn sinn?

Trúlega þarf einhver leyfi, pappíra, pappíra og eitthvert endalaust vesen.

Er bara að spá í þetta það vantar gjaldeyri og ferðamenn.  Við eigum sæg af bílum sem fólk hefur ekki efni á að nota.  Þannig að þarna er kannski séns.


mbl.is Skortur á bílum þrátt fyrir dýrtíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn meira sukk og svínarí

Sukkið og svínaríið, græðgin og óeðlið.  Þetta er ógeðslegt að sjá, ef satt er.

Nú er að birta lánaskrár allra bankanna.  Til að sjá hvað varð um sparifé almennings í bönkunum, einmitt hverjir fengu það, ekki bara til hlutafjárkaupa heldur í allt mögulegt sem menn langaði að eignast.  Og þurftu ekki að setja fyrir tryggingar og veð eins og almenningur og sparifjáreigendur þurftu að gera ef þeir fengu lán.

 


mbl.is Birta upplýsingar úr lánabók Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aflúsun

Er ekki hægt að spyrja:  Hvert fóru peningarnir fyrir hinar seldu einingar innan Íslenskrar afþreyingar?

Það skildi þó ekki vera að menn sem að þessu stóðu hafi sett þá í sína vasa.  Og svo skilið bara eftir skuldirnar.  

Í öllu falli leggur af þessu fnykinn, eins og flestu sem fréttist af athæfi íslenskra athafnamanna.


mbl.is Íslensk afþreying gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Launalækkun

Loksins er verið að ræða um eitthvað sem fólk skilur.  En auðvitað er þetta ekkert einfalt mál, og alls ekki sársaukalaust fyrir fólk að fá launalækkun, en þá er að lækka standardinn.

 Þó Ísland sé dýrt og afborganir þungar, getum við verið sammála um að ef fólki er ætlað að standa skil á sínu lífi og þörfum á kr. 150.000, lágmarkslaun.  Þá ætti fólk að geta dregið lífið fram á 700 og þar yfir þó það verði fyrir skerðingu.

Í okkar landi hefur vörðurinn verið sterkastur um þá stóru til að þeir gæti orðið stærri, en aðrir mátt sætta sig við það sem þeir hafa getað nurlað, miðað við að vinna dag og nótt, helst bæði hjónin, ef um sambýlinga hefur verið að ræða.

Svokallaður verkalýður sem hefur ekki þótt neitt sérstakur sæmdar lýður, allavega ekki á tímum STÓRRÍKA og KAUPHÁA lýðsins, fékk ekki sína umsömdu hækkun í ársbyrjun og enn er verið að tala um hann hann fái hana ekki.  Þetta er sómafólk sem margt er á lágmarkslaunum.  Og það fólk munar um hverja einustu krónu.  Og þeirra hugsun snýst ekki um að lækka standardinn, heldur er baráttan við að lifa af.

Það er tími til kominn að


mbl.is „Ekki einfalt að lækka laun ríkisstarfsmanna"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eva Joly

Það væri í stíl við annan aulagang í okkar málum ef Eva Joly hætti sinni aðstoð vegna þess að hennar ráðum er ekki fylgt.

Það er glæpur gagnvart okkur sem búum í þessu landi og bíðum eftir að komi upp úr drullupollum auðkýfinganna og ráðamannanna sem sváfu á verðinum.  Upplýsingar um glæpina og siðblinduna sem viðgekkst.

Á okkar stjórnvöld skora ég að þeir sjái um að áfram verði haldið í rannsóknum,  Evu ráðum fylgt og eitthvað það gert sem er að marka. 

Landsmenn örugglega yfir 90% krefjast þess að sjá árangur,  en ekki að heyra fréttir af fólki sem gefst upp á aðgerðarleysinu.

Það skyldi ekki vera að eitthvað væri rotið og spillt í þessu?

 


mbl.is Eva Joly íhugar að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samingar

Að skrifað sé undir svona nauðasamninga af fólki sem ég hélt að væri með fullu viti, og kaus VG, er mér illskiljanlegt.
Ekki það að ég mæli því bót að hlaupið sé frá ábyrgðum.
En mér finnst 100% að hefði átt að láta að reyna á okkar ábyrgð fyrir dómstólum, áður er skuldaklafinn var samþykktur. Nóg er nú samt.
Ég held að geti stefnt í aðra og harðari byltingu en búsáhaldabyltinguna títtnefndu. Þolþani fólks eru takmörk sett. Og frá því að Matadorleik auðmannanna lauk, með tilheyrandi vandræðum fyrir "fólkið í landinu" eins og sagt er í sambandi við það hverjum eigi að bjarga úr þeirri nauð, sem þá skapaðist. Þá hafa fáar góðar fréttir borist. Þrátt fyrir stöðugar áætlanir um það. Og ALMENNINGUR sekkur dýpra og dýpra í það fen sem tiltölulega fáir útbjuggu.
Þeir sem fenið fylltu hafa allt sitt á hreinu. Því fyrir utan það að hafa komið sínum krónum fyrir á RÉTTUM stöðum. Þá kannski töpuðu þeir 50 milljörðum af hundrað, en þeir eiga samt fimmtíu eftir og þó ekki væri nema einn.
Þeir sem hangið hafa í horriminni alla tíð og rétt skimt bera skaðann eins og ALLTAF.
Þó ég sitji ekki á horriminni þá veit ég af fjölda fólks sem þar er með börn og unglinga og vita ekki sitt rjúkandi ráð.


mbl.is Erfitt að skrifa undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrasið

Alveg getur það drepið fólk að heyra um hvað málin snúast í þingumræðunni.  Þras og aftur þras um það sem litlu máli skiptir a.m.k. núna.

Ég er ekki að mæla bót gangi mála hjá ríkisstjórninni, en að stjórnarandstöðu þingmenn skuli koma upp hver á eftir öðrum og eyða tíma í yfirlýsingar um að ekkert sé að gerast og það lítið er, lélegt.  En að einhver komi þá með gáfulegar tillögur frá sér og jafnvel stjórnarandstöðunni, nei það er ekki. Hafi það verið hef ég þá misst af því. 

Að heyra umræður úr þinginu minnir mig alltaf á óþæga krakka sem stæla og jagast um það hver gerði, eða gerði ekki.  Og allir ómögulegir nema þeir sjálfir. 

Þetta er MJÖG DAPURLEGT og þá er mjög vægt til orða tekið.


mbl.is Sakaði Róbert Marshall um ósmekklegheit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

álit

Höfundur

Sólveig Adamsdóttir
Sólveig Adamsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband