Icesave

Ég er þeirrar skoðunar að við borgum þetta ekki ótilneydd, bara ekki.  Er ég þó skilamanneskja með mínar skuldir.  En mér finnst þetta séu GLÆPASKULDIR.

Og ef að ríkið getur greitt þetta með lítilsháttar hækkun virðisauka, þá ætti ríkið að geta gert eitthvað þarfara með þá hækkun, því víða stendur upp á ríkið með fjárframlög.

Ég sé reyndar ekki að sé hægt að bæta virðisaukahækkun á heimilin, það átti að leggja áherslu á að bjarga heimilunum af nýrri ríkisstjórn.  En eitthvað er samt bogið í því.  Allt já bókstaflega allt hækkar.  Mjög skrítið með mörgu öðru er að fasteignagjöld hafa stórhækkað um leið og fasteignaverð hefur stórlækkað.  Þetta er svo öfugsnúið og hörmulegt fyrir fólk að skilja.

Maður ætti reyndar ekki að vera að æsa sig yfir þessu, því raunin er að við virðumst vera í skrípalandi, með skrípafólk í stjórn og stjórnarandstöðu.  Sjálfstæðismenn sem eiga trúlega alla þessa glæpamenn sem keyrðu allt í kaf í sínum flokki,  STEINSVÁVU meðan þeir athöfnuðu sig í eigin þágu.  Þeir standa titrandi af geðshræringu í ræðustól Alþingis yfir því hvernig komið er alveg steinhissa á að þessu skuli ekki öllu kippt í liðinn strax.

Ég segi, greyin stjórn og stjórnarandstaða,  reynið að vinna eins og menn, en karpa ekki eins og börn að því að finna leiðir, sem einhverju skila.

 


mbl.is Ríkið ræður við Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað sem öllu líður þá á að semja sértæk lög sem leyfa það að þessir feðgar ásamt Davíð verði teknir og skottnir til bana á Laugardalsvelli í viðurvist áhorfenda og ríkissjónvarpið á að senda beint út frá þeim gleðilega viðburði!

óli (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

álit

Höfundur

Sólveig Adamsdóttir
Sólveig Adamsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband